{"title":"Vinatengsl unglinga og stuðningur vina eftir uppruna","authors":"Eyrún María Rúnarsdóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.1","DOIUrl":null,"url":null,"abstract":"Þau tengsl sem unglingar mynda við flutning til nýs lands geta ráðið miklu um líðan þeirra og velferð. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinatengsl eftir uppruna unglinga. Kannaður var fjöldi vina af íslenskum og erlendum uppruna og stuðningur frá þeim, tengsl vinafjölda og hlutfalls nemenda af erlendum uppruna í skóla þátttakenda og tengsl aldurs við flutning til Íslands og vinafjölda. Gögnum var safnað með spurningalistakönnun sem lögð var fyrir í níu grunnskólum. Alls svöruðu 806 unglingar úr 8., 9. og 10. bekk könnuninni og var svarhlutfall 82%. Niðurstöður sýndu að vinir tilheyrðu frekar sama upprunahópi en hópi af ólíkum uppruna. Eftir því sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna var hærra í skóla jukust líkur á að ungmenni af íslenskum uppruna ættu vini af erlendum uppruna. Því yngri sem unglingur var við flutning til Íslands, þeim mun líklegra var að hann ætti marga vini af íslenskum uppruna.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.3000,"publicationDate":"2022-08-04","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":"0","resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":null,"PeriodicalName":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","FirstCategoryId":"1085","ListUrlMain":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.1","RegionNum":0,"RegionCategory":null,"ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":null,"EPubDate":"","PubModel":"","JCR":"Q4","JCRName":"EDUCATION & EDUCATIONAL RESEARCH","Score":null,"Total":0}
引用次数: 0
Abstract
Þau tengsl sem unglingar mynda við flutning til nýs lands geta ráðið miklu um líðan þeirra og velferð. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinatengsl eftir uppruna unglinga. Kannaður var fjöldi vina af íslenskum og erlendum uppruna og stuðningur frá þeim, tengsl vinafjölda og hlutfalls nemenda af erlendum uppruna í skóla þátttakenda og tengsl aldurs við flutning til Íslands og vinafjölda. Gögnum var safnað með spurningalistakönnun sem lögð var fyrir í níu grunnskólum. Alls svöruðu 806 unglingar úr 8., 9. og 10. bekk könnuninni og var svarhlutfall 82%. Niðurstöður sýndu að vinir tilheyrðu frekar sama upprunahópi en hópi af ólíkum uppruna. Eftir því sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna var hærra í skóla jukust líkur á að ungmenni af íslenskum uppruna ættu vini af erlendum uppruna. Því yngri sem unglingur var við flutning til Íslands, þeim mun líklegra var að hann ætti marga vini af íslenskum uppruna.