{"title":"„Drasl sem gull“: Áhersla leikskóla á opinn efnivið og val barna á leikjum í kynjafræðilegu ljósi","authors":"Sólveig Björg Pálsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.10","DOIUrl":null,"url":null,"abstract":"Markmið rannsóknarinnar var að skoða leikefni í nokkrum leikskólum út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kanna viðhorf leikskólakennara til leiks og leikefnis barna. Fylgst var með starfi einnar elstu deildar í sex leikskólum hluta úr degi og tekin viðtöl við deildarstjórana. Áhorfið var notað sem umræðugrundvöllur í viðtölunum en einnig voru deildirnar og leikefnið sem þar var að finna skoðað. Fram kom að í leikskólunum var lögð mikil áhersla á að nota bæði margvíslegan opinn efnivið, svo sem kubba, en einnig verðlausan efnivið, svo sem skyrdósir, tauefnisbúta og pappakassa. Mikil áhersla var lögð á það að börnin veldu sjálf hvernig þau lékju sér. Loks kom fram að fremur lítið var unnið að því að skoða starfið markvisst út frá sjónarhorni kynjajafnréttis. Leiða má að því líkum að áhersla skólanna á opinn efnivið og verðlausan efnivið og á það að börnin velji frjálst hvernig þau leika sér geti leitt til þess að síður sé horft á starfið út frá kynjafræðilegu sjónarhorni.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.3000,"publicationDate":"2023-01-09","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":"0","resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":null,"PeriodicalName":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","FirstCategoryId":"1085","ListUrlMain":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.10","RegionNum":0,"RegionCategory":null,"ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":null,"EPubDate":"","PubModel":"","JCR":"Q4","JCRName":"EDUCATION & EDUCATIONAL RESEARCH","Score":null,"Total":0}
引用次数: 0
Abstract
Markmið rannsóknarinnar var að skoða leikefni í nokkrum leikskólum út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kanna viðhorf leikskólakennara til leiks og leikefnis barna. Fylgst var með starfi einnar elstu deildar í sex leikskólum hluta úr degi og tekin viðtöl við deildarstjórana. Áhorfið var notað sem umræðugrundvöllur í viðtölunum en einnig voru deildirnar og leikefnið sem þar var að finna skoðað. Fram kom að í leikskólunum var lögð mikil áhersla á að nota bæði margvíslegan opinn efnivið, svo sem kubba, en einnig verðlausan efnivið, svo sem skyrdósir, tauefnisbúta og pappakassa. Mikil áhersla var lögð á það að börnin veldu sjálf hvernig þau lékju sér. Loks kom fram að fremur lítið var unnið að því að skoða starfið markvisst út frá sjónarhorni kynjajafnréttis. Leiða má að því líkum að áhersla skólanna á opinn efnivið og verðlausan efnivið og á það að börnin velji frjálst hvernig þau leika sér geti leitt til þess að síður sé horft á starfið út frá kynjafræðilegu sjónarhorni.