Pub Date : 2023-01-09DOI: 10.24270/tuuom.2022.31.9
I. Sigurðardóttir
Starfendarannsóknir eru rannsóknir sem gjarnan eru gerðar af starfandi kennurum og stundum í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Markmiðið er að breyta og bæta starf og starfshætti og hefur nálgunin reynst vel fyrir starfsþróun kennara. Í þessari rannsókn unnu sjö leikskólakennarar að eigin starfsþróun í nánu samstarfi við einn háskólakennara. Í greininni er gerð grein fyrir ávinningi og áskorunum sem þátttakendur upplifðu í gegnum ferli starfendarannsóknarinnar. Niðurstöðurnar sýna að leikskólakennurunum fannst ferlið hafa haft jákvæð áhrif á starfsþróun þeirra, á starfið í leikskólanum og á nám og velferð barnanna. Helstu áskoranir tengdust tímaskorti, óvissu um rannsóknarferlið og hvernig væri hægt að hafa áhrif á starfið í leikskólanum í heild. Samstarf við háskólakennara var talið lykilatriði fyrir velgengni í rannsóknarferlinu, auk samstarfs kennara innan leikskólans.
{"title":"Starfendarannsókn til starfsþróunar leikskólakennara: Ávinningur og áskoranir","authors":"I. Sigurðardóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.9","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.9","url":null,"abstract":"Starfendarannsóknir eru rannsóknir sem gjarnan eru gerðar af starfandi kennurum og stundum í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Markmiðið er að breyta og bæta starf og starfshætti og hefur nálgunin reynst vel fyrir starfsþróun kennara. Í þessari rannsókn unnu sjö leikskólakennarar að eigin starfsþróun í nánu samstarfi við einn háskólakennara. Í greininni er gerð grein fyrir ávinningi og áskorunum sem þátttakendur upplifðu í gegnum ferli starfendarannsóknarinnar. Niðurstöðurnar sýna að leikskólakennurunum fannst ferlið hafa haft jákvæð áhrif á starfsþróun þeirra, á starfið í leikskólanum og á nám og velferð barnanna. Helstu áskoranir tengdust tímaskorti, óvissu um rannsóknarferlið og hvernig væri hægt að hafa áhrif á starfið í leikskólanum í heild. Samstarf við háskólakennara var talið lykilatriði fyrir velgengni í rannsóknarferlinu, auk samstarfs kennara innan leikskólans.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2023-01-09","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"43911211","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Pub Date : 2023-01-09DOI: 10.24270/tuuom.2022.31.6
Gyða Margrét Pétursdóttir, T. M. Heijstra
Mikilvægt er að standa vörð um jafnrétti kynjanna á tímum Covid 19 þar sem búast má við bakslagi, bæði vegna þess að staða undirskipaðra hópa versnar enn frekar og á óvissutímum er hætta á að jafnréttisáherslur mæti afgangi. Í greininni eru tilkynningar rektors Háskóla Íslands til nemenda og starfsfólks í kórónuveirufaraldrinum greindar út frá sjónarmiðum kynjajafnréttis. Gögn rannsóknarinnar samanstanda af 96 tilkynningum sem sendar voru á tímabilinu febrúar 2020 til maí 2021. Gögnin, um 11.000 orð, voru orðræðugreind. Helstu niðurstöður eru þær að áhersla er lögð á kennslu og stuðning við nemendur, vinnu sem konur sinna í meiri mæli en karlar. Um leið er lögð áhersla á að halda uppteknum hætti varðandi rannsóknavirkni þrátt fyrir breyttar aðstæður, áhersla sem karlar virðast frekar geta tileinkað sér. Þannig er staða Háskóla Íslands sem háskóla í fremstu röð í forgrunni og fjölskyldu- og jafnréttisstefna í bakgrunni
{"title":"„Áfram í gegnum þennan brimskafl“: Greining á tilkynningum rektors Háskóla Íslands á tímum COVID 19","authors":"Gyða Margrét Pétursdóttir, T. M. Heijstra","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.6","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.6","url":null,"abstract":"Mikilvægt er að standa vörð um jafnrétti kynjanna á tímum Covid 19 þar sem búast má við bakslagi, bæði vegna þess að staða undirskipaðra hópa versnar enn frekar og á óvissutímum er hætta á að jafnréttisáherslur mæti afgangi. Í greininni eru tilkynningar rektors Háskóla Íslands til nemenda og starfsfólks í kórónuveirufaraldrinum greindar út frá sjónarmiðum kynjajafnréttis. Gögn rannsóknarinnar samanstanda af 96 tilkynningum sem sendar voru á tímabilinu febrúar 2020 til maí 2021. Gögnin, um 11.000 orð, voru orðræðugreind. Helstu niðurstöður eru þær að áhersla er lögð á kennslu og stuðning við nemendur, vinnu sem konur sinna í meiri mæli en karlar. Um leið er lögð áhersla á að halda uppteknum hætti varðandi rannsóknavirkni þrátt fyrir breyttar aðstæður, áhersla sem karlar virðast frekar geta tileinkað sér. Þannig er staða Háskóla Íslands sem háskóla í fremstu röð í forgrunni og fjölskyldu- og jafnréttisstefna í bakgrunni","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2023-01-09","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"43028042","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Pub Date : 2023-01-09DOI: 10.24270/tuuom.2022.31.8
Edda Óskarsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir
Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á núverandi úthlutun og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla með það í huga að skoða hvaða breytinga er þörf til að fjármögnun styðji starfshætti sem einkenna hugmyndafræði og stefnu um menntun fyrir alla. Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem byggt var á gögnum úr samstarfsverkefni þrettán sveitarfélaga um fjármögnun menntunar fyrir alla í grunnskólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að allt bendir til þess að úthlutun og ráðstöfun fjármagns til skóla sé sambærileg milli sveitarfélaganna þrettán sem tóku þátt í verkefninu. Töldu þátttakendur að fjármögnun grunnskóla byggðist á úreltum aðferðum, svo sem áherslu á flokkun og greiningu nemenda, sem þörf sé á að endurskoða með það að markmiði að auka sjálfræði skólastjórnenda í ráðstöfun fjármuna svo að þeir geti stutt skólana betur sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi. Þannig geti fjármögnun stutt breytingar á skólamenningu, kennsluháttum og skipulagi stuðnings innan skóla.
{"title":"Úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla","authors":"Edda Óskarsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.8","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.8","url":null,"abstract":"Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á núverandi úthlutun og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla með það í huga að skoða hvaða breytinga er þörf til að fjármögnun styðji starfshætti sem einkenna hugmyndafræði og stefnu um menntun fyrir alla. Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem byggt var á gögnum úr samstarfsverkefni þrettán sveitarfélaga um fjármögnun menntunar fyrir alla í grunnskólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að allt bendir til þess að úthlutun og ráðstöfun fjármagns til skóla sé sambærileg milli sveitarfélaganna þrettán sem tóku þátt í verkefninu. Töldu þátttakendur að fjármögnun grunnskóla byggðist á úreltum aðferðum, svo sem áherslu á flokkun og greiningu nemenda, sem þörf sé á að endurskoða með það að markmiði að auka sjálfræði skólastjórnenda í ráðstöfun fjármuna svo að þeir geti stutt skólana betur sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi. Þannig geti fjármögnun stutt breytingar á skólamenningu, kennsluháttum og skipulagi stuðnings innan skóla.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2023-01-09","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"45831505","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Markmið rannsóknarinnar var að skoða leikefni í nokkrum leikskólum út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kanna viðhorf leikskólakennara til leiks og leikefnis barna. Fylgst var með starfi einnar elstu deildar í sex leikskólum hluta úr degi og tekin viðtöl við deildarstjórana. Áhorfið var notað sem umræðugrundvöllur í viðtölunum en einnig voru deildirnar og leikefnið sem þar var að finna skoðað. Fram kom að í leikskólunum var lögð mikil áhersla á að nota bæði margvíslegan opinn efnivið, svo sem kubba, en einnig verðlausan efnivið, svo sem skyrdósir, tauefnisbúta og pappakassa. Mikil áhersla var lögð á það að börnin veldu sjálf hvernig þau lékju sér. Loks kom fram að fremur lítið var unnið að því að skoða starfið markvisst út frá sjónarhorni kynjajafnréttis. Leiða má að því líkum að áhersla skólanna á opinn efnivið og verðlausan efnivið og á það að börnin velji frjálst hvernig þau leika sér geti leitt til þess að síður sé horft á starfið út frá kynjafræðilegu sjónarhorni.
{"title":"„Drasl sem gull“: Áhersla leikskóla á opinn efnivið og val barna á leikjum í kynjafræðilegu ljósi","authors":"Sólveig Björg Pálsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.10","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.10","url":null,"abstract":"Markmið rannsóknarinnar var að skoða leikefni í nokkrum leikskólum út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kanna viðhorf leikskólakennara til leiks og leikefnis barna. Fylgst var með starfi einnar elstu deildar í sex leikskólum hluta úr degi og tekin viðtöl við deildarstjórana. Áhorfið var notað sem umræðugrundvöllur í viðtölunum en einnig voru deildirnar og leikefnið sem þar var að finna skoðað. Fram kom að í leikskólunum var lögð mikil áhersla á að nota bæði margvíslegan opinn efnivið, svo sem kubba, en einnig verðlausan efnivið, svo sem skyrdósir, tauefnisbúta og pappakassa. Mikil áhersla var lögð á það að börnin veldu sjálf hvernig þau lékju sér. Loks kom fram að fremur lítið var unnið að því að skoða starfið markvisst út frá sjónarhorni kynjajafnréttis. Leiða má að því líkum að áhersla skólanna á opinn efnivið og verðlausan efnivið og á það að börnin velji frjálst hvernig þau leika sér geti leitt til þess að síður sé horft á starfið út frá kynjafræðilegu sjónarhorni.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2023-01-09","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"47063695","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Pub Date : 2023-01-09DOI: 10.24270/tuuom.2022.31.7
Svava Pétursdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað einkenndi kennsluhætti í náttúrufræði á öllum stigum grunnskólans, hvort og hvernig áherslur aðalnámskrár birtust í kennslunni. Með þessu er þess vænst að veita megi upplýsingar um náttúrufræðikennslu sem nýst gætu við stefnumótun og starfsþróun kennara. Gögnum var safnað um skipulag kennslunnar og aðbúnað. Byggt var á vettvangsathugunum úr 23 kennslustundum í gagnasafni rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum og 22 athugunum sem gerðar voru með sömu aðferðum árin 2016–2018. Niðurstöður bentu til þess að kennslan einkenndist mikið af beinni kennslu, miðlun efnis í bland við spurningar og spjall og skriflegum verkefnum. Verkleg kennsla var lítil og áhersla á lífvísindi áberandi. Langflestar kennslustundir í náttúrufræði fóru fram í almennri kennslustofu og fátt var í þeim sem minnti á náttúrufræði. Algengara var að kennsla á unglingastigi færi fram í náttúrufræðistofu. Lítið virtist hafa breyst í kennsluháttum frá fyrri rannsóknum. Kennslan þyrfti að fara fram í umhverfi sem væri betur sniðið að náttúrugreinum og snúast meira um vísindahugtök, verklegar æfingar og hugmyndir nemenda. Efla þarf stuðning við náttúrufræðikennara og starfsþróun þeirra til að styrkja fagþekkingu kennara.
{"title":"Kennsluhættir náttúrufræða í skyldunámi","authors":"Svava Pétursdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.7","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.7","url":null,"abstract":"Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað einkenndi kennsluhætti í náttúrufræði á öllum stigum grunnskólans, hvort og hvernig áherslur aðalnámskrár birtust í kennslunni. Með þessu er þess vænst að veita megi upplýsingar um náttúrufræðikennslu sem nýst gætu við stefnumótun og starfsþróun kennara. Gögnum var safnað um skipulag kennslunnar og aðbúnað. Byggt var á vettvangsathugunum úr 23 kennslustundum í gagnasafni rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum og 22 athugunum sem gerðar voru með sömu aðferðum árin 2016–2018. Niðurstöður bentu til þess að kennslan einkenndist mikið af beinni kennslu, miðlun efnis í bland við spurningar og spjall og skriflegum verkefnum. Verkleg kennsla var lítil og áhersla á lífvísindi áberandi. Langflestar kennslustundir í náttúrufræði fóru fram í almennri kennslustofu og fátt var í þeim sem minnti á náttúrufræði. Algengara var að kennsla á unglingastigi færi fram í náttúrufræðistofu. Lítið virtist hafa breyst í kennsluháttum frá fyrri rannsóknum. Kennslan þyrfti að fara fram í umhverfi sem væri betur sniðið að náttúrugreinum og snúast meira um vísindahugtök, verklegar æfingar og hugmyndir nemenda. Efla þarf stuðning við náttúrufræðikennara og starfsþróun þeirra til að styrkja fagþekkingu kennara.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2023-01-09","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"44618505","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Pub Date : 2022-08-04DOI: 10.24270/tuuom.2022.31.5
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Andri Rafn Ottesen, Valgerður S. Bjarnadóttir
Rannsóknin er um fyrstu tvö ár sjö kennslukarla í starfi sem grunnskólakennarar. Spurt var: Hvaða og hvers konar formlegir sem óformlegir þættir í skólunum reyndust styðjandi við starf nýju kennslukarlanna? Fram kom að formleg leiðsögn var takmörkuð en margt í starfi skólanna reyndist þeim notadrjúgt, þar með taldar góðar móttökur og vinsamlegt viðmót. Samvinnan við aðra kennara, óformleg eða í formlegri teymiskennslu, virtist vera sá styðjandi þáttur sem mestu skipti fyrir viðmælendur. Í sumum skólanna voru sérstakir karlaklúbbar sem viðmælendur töldu jákvæða fyrir aðlögun sína að starfinu. Í lok greinarinnar eru settar fram fimm leiðir til að styðja nýliða í kennarastarfinu: Í fyrsta lagi að efla formlega leiðsögn eins leiðsagnarkennara við hvern nýliða, í öðru lagi að tengja formlegu leiðsögnina við teymiskennslu, í þriðja lagi nýliðakaffi, í fjórða lagi að skoða hvort kynjaskiptir klúbbar nýliða komi að notum og loks að tekið verði upp reglubundið áhorf í kennslustofum nýliða
{"title":"Styðjandi þættir í starfi grunnskóla við karlkyns nýliða","authors":"Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Andri Rafn Ottesen, Valgerður S. Bjarnadóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.5","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.5","url":null,"abstract":"Rannsóknin er um fyrstu tvö ár sjö kennslukarla í starfi sem grunnskólakennarar. Spurt var: Hvaða og hvers konar formlegir sem óformlegir þættir í skólunum reyndust styðjandi við starf nýju kennslukarlanna? Fram kom að formleg leiðsögn var takmörkuð en margt í starfi skólanna reyndist þeim notadrjúgt, þar með taldar góðar móttökur og vinsamlegt viðmót. Samvinnan við aðra kennara, óformleg eða í formlegri teymiskennslu, virtist vera sá styðjandi þáttur sem mestu skipti fyrir viðmælendur. Í sumum skólanna voru sérstakir karlaklúbbar sem viðmælendur töldu jákvæða fyrir aðlögun sína að starfinu. Í lok greinarinnar eru settar fram fimm leiðir til að styðja nýliða í kennarastarfinu: Í fyrsta lagi að efla formlega leiðsögn eins leiðsagnarkennara við hvern nýliða, í öðru lagi að tengja formlegu leiðsögnina við teymiskennslu, í þriðja lagi nýliðakaffi, í fjórða lagi að skoða hvort kynjaskiptir klúbbar nýliða komi að notum og loks að tekið verði upp reglubundið áhorf í kennslustofum nýliða","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2022-08-04","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"44308250","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Pub Date : 2022-08-04DOI: 10.24270/tuuom.2022.31.4
Hjördís Sigursteinsdóttir
Almenn vellíðan fylgir því að ráða við daglegar áskoranir í lífinu, svo sem að geta haldið jafnvægi milli þeirra ólíku hlutverka sem við gegnum daglega. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig leikskólakennurum og grunnskólakennurum gengi að samræma vinnu og einkalíf og skoða tengsl þess við starfsánægju, löngun til að hætta í starfi, starfskröfur og yfirvinnu. Rafrænn spurningalisti var lagður fimm sinnum fyrir grunnskólakennara og leikskólakennara á árunum 2010–2019. Svarhlutfall var á bilinu 62–72%. Niðurstöðurnar sýna að leikskólakennurum og grunnskólakennurum gekk verr að samræma vinnu og einkalíf seinni árin en hin fyrri. Einnig sýna niðurstöðurnar að þeir sem náðu betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs upplifðu meiri starfsánægju, höfðu minni löngun til að hætta í starfi, upplifðu minna álag í starfi og töldu sig þurfa sjaldnar að vinna aukavinnu. Mikilvægt er að hafa þetta í huga við að skapa leikskólakennurum og grunnskólakennurum gott starfsumhverfi.
{"title":"Hvernir gengur leikskólakennurum og grunnskólakennurum að samræma vinnu og einkalíf?","authors":"Hjördís Sigursteinsdóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.4","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.4","url":null,"abstract":"Almenn vellíðan fylgir því að ráða við daglegar áskoranir í lífinu, svo sem að geta haldið jafnvægi milli þeirra ólíku hlutverka sem við gegnum daglega. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig leikskólakennurum og grunnskólakennurum gengi að samræma vinnu og einkalíf og skoða tengsl þess við starfsánægju, löngun til að hætta í starfi, starfskröfur og yfirvinnu. Rafrænn spurningalisti var lagður fimm sinnum fyrir grunnskólakennara og leikskólakennara á árunum 2010–2019. Svarhlutfall var á bilinu 62–72%. Niðurstöðurnar sýna að leikskólakennurum og grunnskólakennurum gekk verr að samræma vinnu og einkalíf seinni árin en hin fyrri. Einnig sýna niðurstöðurnar að þeir sem náðu betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs upplifðu meiri starfsánægju, höfðu minni löngun til að hætta í starfi, upplifðu minna álag í starfi og töldu sig þurfa sjaldnar að vinna aukavinnu. Mikilvægt er að hafa þetta í huga við að skapa leikskólakennurum og grunnskólakennurum gott starfsumhverfi.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2022-08-04","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"68881956","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Pub Date : 2022-08-04DOI: 10.24270/tuuom.2022.31.1
Eyrún María Rúnarsdóttir
Þau tengsl sem unglingar mynda við flutning til nýs lands geta ráðið miklu um líðan þeirra og velferð. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinatengsl eftir uppruna unglinga. Kannaður var fjöldi vina af íslenskum og erlendum uppruna og stuðningur frá þeim, tengsl vinafjölda og hlutfalls nemenda af erlendum uppruna í skóla þátttakenda og tengsl aldurs við flutning til Íslands og vinafjölda. Gögnum var safnað með spurningalistakönnun sem lögð var fyrir í níu grunnskólum. Alls svöruðu 806 unglingar úr 8., 9. og 10. bekk könnuninni og var svarhlutfall 82%. Niðurstöður sýndu að vinir tilheyrðu frekar sama upprunahópi en hópi af ólíkum uppruna. Eftir því sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna var hærra í skóla jukust líkur á að ungmenni af íslenskum uppruna ættu vini af erlendum uppruna. Því yngri sem unglingur var við flutning til Íslands, þeim mun líklegra var að hann ætti marga vini af íslenskum uppruna.
{"title":"Vinatengsl unglinga og stuðningur vina eftir uppruna","authors":"Eyrún María Rúnarsdóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.1","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.1","url":null,"abstract":"Þau tengsl sem unglingar mynda við flutning til nýs lands geta ráðið miklu um líðan þeirra og velferð. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinatengsl eftir uppruna unglinga. Kannaður var fjöldi vina af íslenskum og erlendum uppruna og stuðningur frá þeim, tengsl vinafjölda og hlutfalls nemenda af erlendum uppruna í skóla þátttakenda og tengsl aldurs við flutning til Íslands og vinafjölda. Gögnum var safnað með spurningalistakönnun sem lögð var fyrir í níu grunnskólum. Alls svöruðu 806 unglingar úr 8., 9. og 10. bekk könnuninni og var svarhlutfall 82%. Niðurstöður sýndu að vinir tilheyrðu frekar sama upprunahópi en hópi af ólíkum uppruna. Eftir því sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna var hærra í skóla jukust líkur á að ungmenni af íslenskum uppruna ættu vini af erlendum uppruna. Því yngri sem unglingur var við flutning til Íslands, þeim mun líklegra var að hann ætti marga vini af íslenskum uppruna.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2022-08-04","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"45939044","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Pub Date : 2022-08-04DOI: 10.24270/tuuom.2022.31.2
Ingibjörg Karlsdóttir, Sigrún Harðardóttir
Hér er sagt frá niðurstöðum rannsóknar á upplifun og reynslu foreldra barna sem stríða við námserfiðleika í grunnskólum og hafa verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika, tilfinninga- og félagslega erfiðleika og tourette-heilkenni. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem snýst um stuðning við grunnskólanemendur með námserfiðleika. Markmið þessa hluta rannsóknarinnar var að kanna reynslu foreldra af þeim stuðningi sem börnum þeirra stendur til boða innan skóla. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun og reynsla foreldra barna með námserfiðleika af stuðningi innan grunnskóla? Tekin voru fimm rýnihópaviðtöl við foreldra. Alls tóku 22 foreldrar þátt. Niðurstöður sýna ánægju foreldra með ýmsa þætti í skólastarfinu, svo sem einstaklingsnámskrá, námsver og hvernig unnið var með aðlögun náms til að mæta þörfum barnanna. Foreldrar voru aftur á móti ekki eins ánægðir með samskiptin milli skóla og heimilis, álag vegna heimanáms og framboð á námsefni fyrir börnin. Heildarniðurstöður sýna að foreldrar kalla eftir bættum samskiptum milli skóla og heimila, auknum stuðningi fyrir börnin og breyttum áherslum í námi.
{"title":"„Leyfum börnunum að blómstra þar sem þau hafa styrkleikana“. Reynsla foreldra af stuðningi við börn með námserfiðleika","authors":"Ingibjörg Karlsdóttir, Sigrún Harðardóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.2","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.2","url":null,"abstract":"Hér er sagt frá niðurstöðum rannsóknar á upplifun og reynslu foreldra barna sem stríða við námserfiðleika í grunnskólum og hafa verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika, tilfinninga- og félagslega erfiðleika og tourette-heilkenni. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem snýst um stuðning við grunnskólanemendur með námserfiðleika. Markmið þessa hluta rannsóknarinnar var að kanna reynslu foreldra af þeim stuðningi sem börnum þeirra stendur til boða innan skóla. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun og reynsla foreldra barna með námserfiðleika af stuðningi innan grunnskóla? Tekin voru fimm rýnihópaviðtöl við foreldra. Alls tóku 22 foreldrar þátt. Niðurstöður sýna ánægju foreldra með ýmsa þætti í skólastarfinu, svo sem einstaklingsnámskrá, námsver og hvernig unnið var með aðlögun náms til að mæta þörfum barnanna. Foreldrar voru aftur á móti ekki eins ánægðir með samskiptin milli skóla og heimilis, álag vegna heimanáms og framboð á námsefni fyrir börnin. Heildarniðurstöður sýna að foreldrar kalla eftir bættum samskiptum milli skóla og heimila, auknum stuðningi fyrir börnin og breyttum áherslum í námi.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2022-08-04","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"47404834","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}
Pub Date : 2022-08-04DOI: 10.24270/tuuom.2022.31.3
J. Einarsdóttir, Eyrún María Rúnarsdóttir
Markmið rannsóknarinnar var að leita eftir sjónarmiðum foreldra um samstarf, starfshætti, samskipti og félagslega þætti leikskólastarfs í leikskóla barna þeirra. Börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn geta staðið höllum fæti þegar kemur að félagslegum þáttum starfsins. Tilgangurinn er að fá innsýn í sjónarmið foreldra um fullgildi barna þeirra í leikskólastarfi og varpa þannig ljósi á mikilvægi þess að koma til móts við fjölbreytta barnahópa og sýna hvernig börn með önnur móðurmál og aðra heimamenningu geta auðgað og bætt leikskólastarfið. Þátttakendur voru 300 foreldrar leikskólabarna sem svöruðu rafrænum spurningalista. Tæplega 90% þátttakenda voru fædd á Íslandi. Flestir foreldrar töldu börn sín hafa sterka stöðu í jafningjahóp, þau ættu vini, væru hluti leikskólasamfélagsins og hlustað væri á þau. Foreldrar af erlendum uppruna höfðu frekar áhyggjur af því að börn þeirra væru útilokuð vegna menningar eða tungumáls og þeir óskuðu eftir betri stuðningi við börnin til fullgildis. Þessir foreldrar voru ólíklegri en aðrir til að finnast þeir vera með í ráðum um starfshætti leikskólans og treystu sér síður til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
{"title":"Fullgildi leikskólabarna í fjölbreyttum barnahópi: Sýn og reynsla foreldra","authors":"J. Einarsdóttir, Eyrún María Rúnarsdóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.3","DOIUrl":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.3","url":null,"abstract":"Markmið rannsóknarinnar var að leita eftir sjónarmiðum foreldra um samstarf, starfshætti, samskipti og félagslega þætti leikskólastarfs í leikskóla barna þeirra. Börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn geta staðið höllum fæti þegar kemur að félagslegum þáttum starfsins. Tilgangurinn er að fá innsýn í sjónarmið foreldra um fullgildi barna þeirra í leikskólastarfi og varpa þannig ljósi á mikilvægi þess að koma til móts við fjölbreytta barnahópa og sýna hvernig börn með önnur móðurmál og aðra heimamenningu geta auðgað og bætt leikskólastarfið. Þátttakendur voru 300 foreldrar leikskólabarna sem svöruðu rafrænum spurningalista. Tæplega 90% þátttakenda voru fædd á Íslandi. Flestir foreldrar töldu börn sín hafa sterka stöðu í jafningjahóp, þau ættu vini, væru hluti leikskólasamfélagsins og hlustað væri á þau. Foreldrar af erlendum uppruna höfðu frekar áhyggjur af því að börn þeirra væru útilokuð vegna menningar eða tungumáls og þeir óskuðu eftir betri stuðningi við börnin til fullgildis. Þessir foreldrar voru ólíklegri en aðrir til að finnast þeir vera með í ráðum um starfshætti leikskólans og treystu sér síður til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.2,"publicationDate":"2022-08-04","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":null,"resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":"44187504","PeriodicalName":null,"FirstCategoryId":null,"ListUrlMain":null,"RegionNum":0,"RegionCategory":"","ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":"","EPubDate":null,"PubModel":null,"JCR":null,"JCRName":null,"Score":null,"Total":0}