{"title":"Fullgildi í leikskóla: Sjónarmið barna og starfsfólks","authors":"J. Einarsdóttir, Sara M. Ólafsdóttir","doi":"10.24270/tuuom.2020.29.6","DOIUrl":null,"url":null,"abstract":"Markmið rannsóknarinnar er að bæta við þekkingu á sýn leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á þátttöku sína og vellíðan í leikskólanum. Einnig voru könnuð viðbrögð starfsfólks leikskólans við sjónarmiðum barnanna. Hugtakið fullgildi (e. belonging) var notað til að varpa ljósi á félagsleg samskipti og þátttöku barnanna í samfélagi leikskólans. Rannsóknin var gerð á leikskóladeild þar sem dvöldu saman 19 börn og fjórir starfsmenn. Níu börn kusu að taka þátt eftir að hafa fengið leyfi frá foreldrum og útskýringar á því hvað þátttakan fæli í sér. Einnig voru könnuð viðbrögð starfsfólks leikskólans við sjónarmiðum barnanna. Börnin tóku myndir á spjaldtölvur og voru myndirnar notaðar sem kveikja að samræðu um fullgildi þeirra í leikskólanum. Niðurstöðurnar benda til þess að í hugum barnanna snúist fullgildi aðallega um vináttutengsl þeirra við önnur börn í leikskólanum. Börnin léku sér frekar við börn með svipaðan tungumála- og menningarbakgrunn og þau sjálf. Börn með annan bakgrunn en íslenskan voru frekar útilokuð frá leik en börn með íslenskan bakgrunn. Börnin, sem tóku þátt, voru sjálfstæð og sjálfbjarga í daglegu starfi leikskólans og leituðu ekki til starfsfólksins eftir stuðningi þegar eitthvað bjátaði á, heldur drógu sig frekar í hlé. Starfsfólkið ígrundaði starfshætti sína út frá sjónarmiðum barnanna og hafði ýmsar hugmyndir um fullgildi þeirra. Þær hugmyndir virtust þó ekki endurspeglast nema að litlu leyti í starfsháttum þess.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":null,"pages":null},"PeriodicalIF":0.3000,"publicationDate":"2020-12-16","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":"2","resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":null,"PeriodicalName":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","FirstCategoryId":"1085","ListUrlMain":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2020.29.6","RegionNum":0,"RegionCategory":null,"ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":null,"EPubDate":"","PubModel":"","JCR":"Q4","JCRName":"EDUCATION & EDUCATIONAL RESEARCH","Score":null,"Total":0}
Fullgildi í leikskóla: Sjónarmið barna og starfsfólks
Markmið rannsóknarinnar er að bæta við þekkingu á sýn leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á þátttöku sína og vellíðan í leikskólanum. Einnig voru könnuð viðbrögð starfsfólks leikskólans við sjónarmiðum barnanna. Hugtakið fullgildi (e. belonging) var notað til að varpa ljósi á félagsleg samskipti og þátttöku barnanna í samfélagi leikskólans. Rannsóknin var gerð á leikskóladeild þar sem dvöldu saman 19 börn og fjórir starfsmenn. Níu börn kusu að taka þátt eftir að hafa fengið leyfi frá foreldrum og útskýringar á því hvað þátttakan fæli í sér. Einnig voru könnuð viðbrögð starfsfólks leikskólans við sjónarmiðum barnanna. Börnin tóku myndir á spjaldtölvur og voru myndirnar notaðar sem kveikja að samræðu um fullgildi þeirra í leikskólanum. Niðurstöðurnar benda til þess að í hugum barnanna snúist fullgildi aðallega um vináttutengsl þeirra við önnur börn í leikskólanum. Börnin léku sér frekar við börn með svipaðan tungumála- og menningarbakgrunn og þau sjálf. Börn með annan bakgrunn en íslenskan voru frekar útilokuð frá leik en börn með íslenskan bakgrunn. Börnin, sem tóku þátt, voru sjálfstæð og sjálfbjarga í daglegu starfi leikskólans og leituðu ekki til starfsfólksins eftir stuðningi þegar eitthvað bjátaði á, heldur drógu sig frekar í hlé. Starfsfólkið ígrundaði starfshætti sína út frá sjónarmiðum barnanna og hafði ýmsar hugmyndir um fullgildi þeirra. Þær hugmyndir virtust þó ekki endurspeglast nema að litlu leyti í starfsháttum þess.