{"title":"Starfendarannsókn til starfsþróunar leikskólakennara: Ávinningur og áskoranir","authors":"I. Sigurðardóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.9","DOIUrl":null,"url":null,"abstract":"Starfendarannsóknir eru rannsóknir sem gjarnan eru gerðar af starfandi kennurum og stundum í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Markmiðið er að breyta og bæta starf og starfshætti og hefur nálgunin reynst vel fyrir starfsþróun kennara. Í þessari rannsókn unnu sjö leikskólakennarar að eigin starfsþróun í nánu samstarfi við einn háskólakennara. Í greininni er gerð grein fyrir ávinningi og áskorunum sem þátttakendur upplifðu í gegnum ferli starfendarannsóknarinnar. Niðurstöðurnar sýna að leikskólakennurunum fannst ferlið hafa haft jákvæð áhrif á starfsþróun þeirra, á starfið í leikskólanum og á nám og velferð barnanna. Helstu áskoranir tengdust tímaskorti, óvissu um rannsóknarferlið og hvernig væri hægt að hafa áhrif á starfið í leikskólanum í heild. Samstarf við háskólakennara var talið lykilatriði fyrir velgengni í rannsóknarferlinu, auk samstarfs kennara innan leikskólans.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.3000,"publicationDate":"2023-01-09","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":"0","resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":null,"PeriodicalName":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","FirstCategoryId":"1085","ListUrlMain":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.9","RegionNum":0,"RegionCategory":null,"ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":null,"EPubDate":"","PubModel":"","JCR":"Q4","JCRName":"EDUCATION & EDUCATIONAL RESEARCH","Score":null,"Total":0}
Starfendarannsókn til starfsþróunar leikskólakennara: Ávinningur og áskoranir
Starfendarannsóknir eru rannsóknir sem gjarnan eru gerðar af starfandi kennurum og stundum í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Markmiðið er að breyta og bæta starf og starfshætti og hefur nálgunin reynst vel fyrir starfsþróun kennara. Í þessari rannsókn unnu sjö leikskólakennarar að eigin starfsþróun í nánu samstarfi við einn háskólakennara. Í greininni er gerð grein fyrir ávinningi og áskorunum sem þátttakendur upplifðu í gegnum ferli starfendarannsóknarinnar. Niðurstöðurnar sýna að leikskólakennurunum fannst ferlið hafa haft jákvæð áhrif á starfsþróun þeirra, á starfið í leikskólanum og á nám og velferð barnanna. Helstu áskoranir tengdust tímaskorti, óvissu um rannsóknarferlið og hvernig væri hægt að hafa áhrif á starfið í leikskólanum í heild. Samstarf við háskólakennara var talið lykilatriði fyrir velgengni í rannsóknarferlinu, auk samstarfs kennara innan leikskólans.