{"title":"Kennsluhættir náttúrufræða í skyldunámi","authors":"Svava Pétursdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir","doi":"10.24270/tuuom.2022.31.7","DOIUrl":null,"url":null,"abstract":"Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað einkenndi kennsluhætti í náttúrufræði á öllum stigum grunnskólans, hvort og hvernig áherslur aðalnámskrár birtust í kennslunni. Með þessu er þess vænst að veita megi upplýsingar um náttúrufræðikennslu sem nýst gætu við stefnumótun og starfsþróun kennara. Gögnum var safnað um skipulag kennslunnar og aðbúnað. Byggt var á vettvangsathugunum úr 23 kennslustundum í gagnasafni rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum og 22 athugunum sem gerðar voru með sömu aðferðum árin 2016–2018. Niðurstöður bentu til þess að kennslan einkenndist mikið af beinni kennslu, miðlun efnis í bland við spurningar og spjall og skriflegum verkefnum. Verkleg kennsla var lítil og áhersla á lífvísindi áberandi. Langflestar kennslustundir í náttúrufræði fóru fram í almennri kennslustofu og fátt var í þeim sem minnti á náttúrufræði. Algengara var að kennsla á unglingastigi færi fram í náttúrufræðistofu. Lítið virtist hafa breyst í kennsluháttum frá fyrri rannsóknum. Kennslan þyrfti að fara fram í umhverfi sem væri betur sniðið að náttúrugreinum og snúast meira um vísindahugtök, verklegar æfingar og hugmyndir nemenda. Efla þarf stuðning við náttúrufræðikennara og starfsþróun þeirra til að styrkja fagþekkingu kennara.","PeriodicalId":40418,"journal":{"name":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","volume":" ","pages":""},"PeriodicalIF":0.3000,"publicationDate":"2023-01-09","publicationTypes":"Journal Article","fieldsOfStudy":null,"isOpenAccess":false,"openAccessPdf":"","citationCount":"0","resultStr":null,"platform":"Semanticscholar","paperid":null,"PeriodicalName":"Timarit um Uppeldi og Menntun-Icelandic Journal of Education","FirstCategoryId":"1085","ListUrlMain":"https://doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.7","RegionNum":0,"RegionCategory":null,"ArticlePicture":[],"TitleCN":null,"AbstractTextCN":null,"PMCID":null,"EPubDate":"","PubModel":"","JCR":"Q4","JCRName":"EDUCATION & EDUCATIONAL RESEARCH","Score":null,"Total":0}
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað einkenndi kennsluhætti í náttúrufræði á öllum stigum grunnskólans, hvort og hvernig áherslur aðalnámskrár birtust í kennslunni. Með þessu er þess vænst að veita megi upplýsingar um náttúrufræðikennslu sem nýst gætu við stefnumótun og starfsþróun kennara. Gögnum var safnað um skipulag kennslunnar og aðbúnað. Byggt var á vettvangsathugunum úr 23 kennslustundum í gagnasafni rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum og 22 athugunum sem gerðar voru með sömu aðferðum árin 2016–2018. Niðurstöður bentu til þess að kennslan einkenndist mikið af beinni kennslu, miðlun efnis í bland við spurningar og spjall og skriflegum verkefnum. Verkleg kennsla var lítil og áhersla á lífvísindi áberandi. Langflestar kennslustundir í náttúrufræði fóru fram í almennri kennslustofu og fátt var í þeim sem minnti á náttúrufræði. Algengara var að kennsla á unglingastigi færi fram í náttúrufræðistofu. Lítið virtist hafa breyst í kennsluháttum frá fyrri rannsóknum. Kennslan þyrfti að fara fram í umhverfi sem væri betur sniðið að náttúrugreinum og snúast meira um vísindahugtök, verklegar æfingar og hugmyndir nemenda. Efla þarf stuðning við náttúrufræðikennara og starfsþróun þeirra til að styrkja fagþekkingu kennara.